Exel U Det kveikjur

Exel U Det (Nonel Unidet) kerfið samanstendur af kveikju og svo millikveikju sem er um leið tengiblokk fyrir allt að 5 slöngur. Hægt er að stýra tímastillingu ofan borholu með millikveikjunni.

Hver kveikja hefur ákveðinn tíma t.d. 500 ms en millikveikjan sér til þess að senda merki til kveikjanna í borholunum áður en fyrstu borholurnar (þessar með lægstu númerin) springa og kemur þannig að mestu í veg fyrir að einhver hluti kveikjanna detti úr sambandi.

Til að mæta mismunandi kröfum um tímaseinkun fyrir mismunandi sprengivinnu eru til 5 mismunandi seinkanir eða tími á kveikjum eða U500, U475, U450, U425 og U400. Slangan í kveikjurnar er venjulega rauð.

Millikveikjur eða tengiblokkirnar eru 7 eða frá 0 til 176 eða 0, 17, 25, 42, 67, 109 og 176. Slangan í millikveikjurnar er rósrauð en tímablokkirnar í mismunandi litum eins og kemur fram hér fyrir neðan.

Exel U Det - Nonel Unidet kveikjur

Slöngulengd Exel U Det kveikna er mismunandi en í töflunni hér fyrir neðan koma fram þær lengdir sem hægt er að fá. Þær línur sem eru skyggðar með blágræna litnum eru lengdir sem ekki eru venjulega á lager hjá birgja. Hér koma fram upplýsingar um fjölda í pokum og kössum. Exel kveikjur eru ekki afgreiddar nema í heilum pokum en kveikjur í opnum poka verður að nota innan 3ja mánaða og innan mánaðar ef raki er mikill. Helstu lengdir eru 4.8 - 7.8 - 12 og 15 m. Hér er líka tafla um millikveikjur sem sýnir það sama. Helstu lengdir eru 2.4 og 4.8 m.

Exel U Det - Nonel Unidet kveikjurGeymslutími 2 ár.
1.1B eða 1.4B eða 1.4S UN 0360 eða 0361 eða 0500

Í stað Exel startara er notuð slanga sem nefnist Exel Led in Line. Sjá upplýsingar um Exel Led in Line.

Exel U Det - Nonel Unidet kveikjur
Exel Nonel SL Millikveikjur

Hér eru töflur sem sýna tímaseinkun Exel U Det (Nonel Unidet) kveikna með Exel SL (SL eða Snap Line) millikveikna og tengiblokka.  Seinkunin reiknast miðað við ákveðna slöngulengd eins og kemur fram.  SL Tengiblokkin er í mismunandi litum eftir tíma þ.e. græn, gul, rauð, hvít, blá, svört, appelsínugul og brún
Exel SL Millikveikjur
Exel Nonel SL Millikveikjur
Geymslutími 2 ár.
1.1B 0360
Exel Nonel SL Millikveikjur

Exel U Det upplýsingar
Exel SL Connectadet Millikveikjur
Almennar upplýsingar um Exel (Nonel) kveikjur
Exel yfirlit
Exel (Nonel) leiðbeiningar
Einfaldur útreikningur
Bergið, borun, sprengihleðsla, tímasetning og hætta á grjótkasti,
Öryggi, heilsa og umhverfi

 

.......Sprengiefni, hvellhettur, kveikjur, sprengiþráður, Exel, Nonel, Dynoline, Titan, Anolit, Ammoníum Nítrat, Dynomit, DynoRex, Eurodyn, Poladyn, E-Cord, F-Cord, Nobelcord, Nitrocord, Cortex, Pentex, Exan, Civec, Centra, Subtek, Fortis.........