Dynotex er rörhleðslusprengiefni í skeringar (kontúrsprengingar) og er flokkað í fjóra flokka 1, 2, 3 og 4 með mismunandi þéttleika eða flokkur 1 1,0 kg/dm3, flokkur 2 1,05 kg/dm3, flokkur 3 1,16 kg/dm3 og flokkur 4 1,21 kg/dm3. Sama á við sprengihraðann eða 2300, 2200, 1700 og 1300 m/s.
Rörstærðir eru frá 17 mm til 32mm í lengdum 460mm og 1000mm..
Ekki vatnsþolin svo borholur þurfa að vera þurrar. Magn í kassa kemur fram í upplýsingum hér að neðan. Stærðir og þyngd röra koma þar einnig fram. Rörin eru með samtengihulsum. Til að ná sem bestum árangri er mælt með að nota E eða F sprengiþráð.
Dynotex 1 eru 17mm appelsínurauð 460 mm löng. Þau eru ætluð m.a. í bergskeringar, splittun eða sléttsprengingar í ekki stærri borholur en 2 1/2".
Dynotex 1 eru 22, 25 og 32mm hvít rör 1000mm löng. Þau eru ætluð í bergskeringar í 2 1/2" borholur eða stærri.
Dynotex 2 eru gul 22 mm rör 1000mm löng. Ætluð m.a. í gangnagerð í 45mm holur
Dynotex 3 eru blá 17mm rör 460 mm löng. Ætluð í sprengingar með m.a. Larvikt rörum þar sem óskað er eftir veikri sprengingu.
Dynotex 4 eru Larvikit 17 mm rör 460 mm löng. Sérstök rör og í þeim er veikasta sprengiefnið.
Geymslutími 2 ár.
1.1D UN 0081
Dynotex Rör sprengiefni
|
|
|
Sjá frekari upplýsingar um Dynotex
Einfaldur útreikningur
Bergið, borun, sprengihleðsla, tímasetning og hætta á grjótkasti
Öryggi, heilsa og umhverfi
.......Sprengiefni, hvellhettur, kveikjur, sprengiþráður, Exel, Nonel, Dynoline, Titan, Anolit, Ammoníum Nítrat, Dynomit, DynoRex, Eurodyn, Poladyn, E-Cord, F-Cord, Nobelcord, Nitrocord, Cortex, Pentex, Exan, Civec, Centra, Subtek, Fortis......... |