Anolit = Exan

Exan (Anolit) sprengiefni
Anolit (Exan) er sprengiefni sem framleitt er úr sérgerðu Ammoníum Nítrati og jarðolíu. Ammoníum Nítratið er kornað og "poppað" til að auka eiginleika þess til að taka jafnt upp olíu svo framleiðslan verði stöðug.

Anolit (Exan) þolir ekki vatn að neinu ráði og þess vegna verður að tæma borholur af vatni.

Hægt er að hlaða borholur með því að hella úr sekk en eins er hægt að hlaða með hleðslubúnaði. Hitaþol 0°C til 30°C. Þéttleiki er frá 0,40 til 0,90 kg/dm3. Sprengihraði er frá 1400 til 3000 m/sek. Sjá töflu að neðan.

Anolit (Exan) er mjög gott rörhleðsluefni. Til í sex gerðum.

Anolit. (Exan) Sjá að ofan.

Anolit Lett (Exan LD40, LD50, LD60) er er veikasta gerðin og er ætla fyrir eftirfarandi aðstæður.

* Topphleðsluefni í pallsprengingar þar sem hætta er á steinkasti.
* Til að ná betri stjórnun á fyrstu borholuröð í skotinu.
* Þar sem strangar kröfur eru vegna skjálfta.

Anolit Extra (Exan E) er blandað efni til að verja það vatni. Sú blöndun gerir það að verkum að vatn er lengur að komast að hleðslunni. Hefur að mestu sömu eiginleika og Anolit (Exan) . Þó Anolit Extra (Exan) sé notað verður samt að vatnslosa borholur þar sem íblöndunarefnið sem notað er til að vatnsverja getur hindrað að Anolitið (Exan) komist í snertingu við botnhleðsluna. Besta aðferðin er að hlaða með hleðslutæki. Íblöndunarefnið er náttúruafurð en mjög fínlegt og rykast auðveldlega og getur valdið ofnæmi.

Anolit A (Exan A) er Anolit (Exan) blandað með áldufti. Við það eykst orka og rúmmálsstyrkur er sagður 125% miðað við Anolit (Exan) . Vatnsþol er mjög takmarkað eins og í Anoliti (Exan) en hlaðið er á sama hátt. Anolit A (Exan A) er sérstaklega gert fyrir botnhleðslur. Við hleðslu með hleðslutæki skal þess gætt að vera með rykgrímu þar sem álduftið getur rykast.

Anolit Extra A (Exan EA) er blandað með áldufti og vatnsvarnarefni og sameinar því kosti Anolit Extra (Exan E) og Anolit A (Exan A). Ætlað sem botnhleðsluefni í blautar borholur. Gæta þarf að við hleðslu með hleðslutækjum að íblöndunarefnin geta rykast. Anolit (Exan) íblandað áldufti og vatnsvarnarefni hefur neikvætt súrefnisjafnvægi og á ekki að nota við jarðgangasprengingar.

1.1 D UN 0082

Geymslutími 1 ár.

Anolit hefur fengið nýtt nafn og heitir Exan. Engar innihalds breytingar eða notkunarbreytingar. Sjá  upplýsingar.

Anolit = Exan (Klikkið á töfluna)
Exan (Anolit) sprengiefni tafla
Exan (Anolit) sprengiefni tæknilegar upplýsingar

 

Sjá frekari upplýsingar um Anolit
Sjá frekari upplýsingar um Exan E/EA
Sjá frekari upplýsingar um Exan A
Sjá frekari upplýsingar um Exan LD
Einfaldur útreikningur
Bergið, borun, sprengihleðsla, tímasetning og hætta á grjótkasti
Öryggi, heilsa og umhverfi

 

.......Sprengiefni, hvellhettur, kveikjur, sprengiþráður, Exel, Nonel, Dynoline, Titan, Anolit, Ammoníum Nítrat, Dynomit, DynoRex, Eurodyn, Poladyn, E-Cord, F-Cord, Nobelcord, Nitrocord, Cortex, Pentex, Exan, Civec, Centra, Subtek, Fortis.........