KveikjurOrica sprengiefni


Orica sprengiefni

 

Kveikjur eða hvellhettur skiptast í tvo hópa. Þær sem þarf rafmagn til að sprengja og þær sem þurfa höggbylgju til að springa. Þær sem þurfa rafmagnið eru kallaðar rafmagnshvellhettur en þær sem þurfa höggbylgjuna eru nefnar Exel kveikjur (Nonel Non-electric). Eins eru til svokallaðar púðurhvellhettur sem notaðar eru við sérstakar aðstæður.

Rafmagnshvellhetturnar eru svo flokkaðar í flokka 1, 3 og 4 sem er flokkun eftir því hversu tregar þær eru að springa. Þ.e. 1 flokkur eru almennar hvellhettur en flokkur 3 og 4 eru öryggishvellhettur. Öflugri hnalla þarf til að sprengja þær. Tíma möguleikar eru aðeins 20 númer. Við sérpöntum rafmagnshvellhettur,

Verulega hefur dregið úr notkun rafmagnshvellhetta en þær bjóða ekki upp á eins marga möguleika í tíma eins og Exel (Nonel) kerfið. Að auki er Exel kerfið aðeins einn flokkur því líta má á þær sem öryggishvellhettur. Að nota rafmagnshvellhettur er einfaldlega gamla aðferðin. Aðeins 20 tímanúmer en óendanlegir númeramöguleikar í Nonel kerfinu.

Plastslangan sem notuð er í Exel (Nonel) kveikjum er húðuð sprengiefni nægu til að sprengja seinkara eða kveikju. Kerfið er svo öruggt að það er óhætt er að halda um slöngur sem sprenging fer eftir. Höggbylgjan fer með miklum hraða eða 2100 m/sek.

Stefna okkar verður að eiga Exel kveikjur á lager í breiðu úrvali. Óhætt er að segja að 99% af hvellhettusölu okkar er í Exel  kveikjum.

Hér á síðunni fyrir neðan til hægri er vísað í frekari upplýsingar eins og t.d. leiðbeiningar. Þessar upplýsingar eru á sænsku en á síðunni yfir vörulista eru upplýsingar á ensku, dönsku og norsku.

Kynningarmyndir þær sem vísað er í á hnöppunum hér að neðan erum mjög þungar og tímafrekar í hleðslu.

Alfred Nobel

Exel (Nonel) kveikjur
Exel yfirlit
Exel (Nonel) leiðbeiningar
Rafmagnshvellhettur
Rafmagnshvellhettu leiðbeiningar
Einfaldur útreikningur
Bergið, borun, sprengihleðsla, tímasetning og hætta á grjótkasti,
Öryggi, heilsa og umhverfi
Kynningarmynd - Exel-Nonel Unidetkveikjur
Kynningarmynd - Exel-Nonel LP kveikjur