Um árabil höfum við flutt inn og selt öflugustu léttvatnstækin á markaðnum. Slökkvieiningarnar í 6 lítra tæki eru 27A og
183B en í 9 lítra tækinu eru þær 34A og 233B.
Nú fyrir örfáum dögum birtist nýr vefur Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar en slökkviliðið hafði haldið úti vef um
árabil en nú fór hann í endurnýjun lífdaga.
Brunavarnir Árnessýslu hafa fengið þrjár efna og vatnslaugar sem taka 9.500 l. en þær eiga að vera á Laugarvatni, í Reykholti og
Árnesi. Þetta eru fyrstu laugarnar sem við seljum af þessari gerð en þær laugar sem við höfum hingað til selt hafa aðallega komið
frá Trelleborg en þeir eru hættir framleiðslu á þeim.
OASIS nýtt viðvörunar og öryggiskerfi er komið á markað frá Jablotron. Við höfum nú boðið Jablotron kerfi um 5
ára skeið og er komin mjög góð reynsla á það. Mikil fjölbreytni er í tengimöguleikum, skynjurum og öðrum búnaði.
Við vorum að fá inn á lager Red 716 Pro-Lite bakbretti sem við buðum á hagstæðu verði í nóvember
síðastliðnum. Um takmarkað magn var að ræða en við buðum þessi bretti með 35% afslætti.