Í dag voru opnuð tilboð vegna verðkönnunar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar nr. 110 “Slökkvitæki í grunnskóla” ISR verk
10403. Eftirfarandi tilboð bárust.
Fyrstu Trellchem HPS eiturefnabúningarnir eru nú væntanlegir til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. SHS hefur valið
Trellchem búninga og flestir eru af Super gerð en nú var breytt til og valið það allra besta frá Trelleborg. Búningar sem þeir nota eru af
þeirri gerð sem er með reykköfunartækin utan á búningnum. Sá munur sem flestir munu sjá er að þessir búningar eru
rauðir.
Við höfum fengið til okkar nýjan starfsmann Þorkel Inga Ingimarsson en hann kemur í stað Kristjáns Ottós
Hreiðarssonar sem hætti stöfum nú í byrjun ágúst. Þorkell kemur hingað úr tölvuheiminum eða versluninni Expert og mun sjá
um alla almenna sölu hér hjá okkur. Við þökkum Ottó góð störf og óskum honum alls góðs á nýjum
vettvangi.
Páll Brynjarsson sem hefur verið í sumarafleysingum er farinn í skólann en við eigum von á honum í
jólafríinu.
Við sameiningu Hríseyjarhrepps við Akureyrarbæ sameinaðist Slökkvilið Hríseyjar Slökkviliði Akureyrar.
Nýkomin var slökkvibifreið (Brunavarna Eyjafjarðar) í eyna en þar hafa þeir góða bifreið með Ruberg R2,5 dælu sem afkastar minnst um
3.000 l. við 8 bar og 3ja m. soghæð. Dæluafköst sem er lágmark í hverju sveitarfélagi.
Þingeyjarsveit gekk fyrir stuttu frá kaupum á slökkvibifreið af Ford 550 gerð með 2000
l. vatnstanki, 75 l. froðutanki og FP8/8 dælu sem er dæla sem skilar á lágþrýstingi 1.600 l/mín en hefur ekki háþrýstiþrep.
Þetta er sams konar dæla og svonefndar lausar dælur og nær hugsanlega 15 bar þrýstingi. Kaupverð var 11.700.000 án VSK. Undirvagn er líklega
tveggja til þriggja ára gamall nú.
Við óskum Slökkviliði Akureyrar og Akureyrarbæ til hamingju með kaup á slökkvibifreið frá MT-Bílum en
á fundi Framkvæmdaráðs 21. maí síðastliðnn var ákveðið að ganga til saminga um kaup á slökkvibifreið frá
MT-bílum ehf á Ólafsfirði á grundvelli aðaltilboðs þeirra. Undirvagninn sem var valinn er af gerðinni Scania P 124 CB 4x4 HZ 420.
Jablotron hefur nú framleitt JA-60SP
optískan reykskynjara sem einnig er hitaskynjari, fyrir þráðlausu viðvörunarkerfin. Við munum fá fljótlega þessa reykskynjara í
sölu sem er kærkomin viðbót við Jablotron viðvörunarkerfin.
Hann er á sama verði og jóníski skynjarinn og hægt sé að prófa hann
á sama hátt og jóníska skynjarann þ.e. með fjarstýringu.