Slökkvitækjaframleiðendur sem við eigum samskipti við voru á sýningunni
25.06.2005
RAUÐI HANINN 2005
Allir þeir slökkvitækjaframleiðendur sem við eigum samskipti við voru á sýningunni. Feuershutz Jockel
sýndu allar gerðir slökkvitækja sem þeir framleiða. Nokkuð var um nýjungar en spurning hvað við getum boðið af þeim hérlendis
vegna mikillar verðsamkeppni þar sem samanburður liggur ekki í slökkvieiningum og öðrum gæðum tækjanna. En við munum innan skamms koma með
á markaðinn einstaklega ódýrt 6 kg. ABC dufttæki með mæli og 1s og 2ja kg. ABS slökkvitæki með mæli í bílfestingu á
all verulega betra verði en það sem við bjóðum í dag. Tækin verða með íslenskum leiðbeiningum og mjög vönduð. 1s og 2ja kg.
tækin verða með sama slökkvimátt og þau tæki sem við bjóðum í dag.
Lesa meira