Rauða hananum 2005 er lokið en 1.385 sýnendur kynntu vörur sínar
14.06.2005
Rauða hananum 2005 er lokið en 1.385 sýnendur kynntu vörur sínar og þjónustu á 93.124 m2. 55% sýnenda voru
Þjóðverjar en aðrir sýnendur voru frá 46 löndum. Má þar nefna 76 frá Bretlandi, 69 frá Bandaríkjunum og 57 frá
Ítalíu. Frá nýju EB löndunum voru m.a. 23 frá Póllandi og frá Asíu voru 48 sýnendur frá frá Kína. Þetta
eru svona helstu tölur en við Íslendingarnir sem sóttum sýninguna vorum um 200 talsins eftir því sem við komumst næst sem er um 0,07%
íslensku þjóðarinnar. Svíar voru um 1.500 en þeir hefðu þurft að vera 6.100 til að slá okkur við. Svona erum við alltaf
bestir.
Lesa meira