Fréttir

Þjónustuaðilar slökkvitækja - Gæði Lifeco slökkvitækja.

Við höfum hugsað okkur að setja inn á heimasíðuna upplýsingar til þeirra aðila sem þjónusta slökkvitæki okkar þar sem allir fá ekki dreifibréf okkar um nýjungar eða breytingar þar sem þeir eru ekki í viðskiptum við okkur á slökkvitækljum. Þannig geta þeir aðilar fylgst með breytingum á eftirliti og þjónustu á þeim slökkvitækjum sem við flytjum inn.
Lesa meira

LIFECO duftkútar í slökkvibifreiðar

Frá Lichtfield vorum við að fá slökkvikerfi þ.e. duftkúta eða kúlur 135 og 180 kg. sem eru fyrir bifreiðar í eigu Flugmálastjórnar. Eftir eigum við 135 kg. duftkúta sem við viljum bjóða slökkviliðum ef áhugi er fyrir hendi. Það pláss sem þarf er 130L x 87B x 80H sm. Hér er um að ræða tvo kúta sem hvor um sig er með 67,5 kg. af ABC slökkvidufti.
Lesa meira

Profile finnski sjúkrabifreiðaframleiðandinn

RAUÐI HANINN 2005 Profile finnski sjúkrabifreiðaframleiðandinn sýndi í samvinnu við De Vries sem er hollenskur umboðsmaður þeirra. Það er eins og við höfum kynnst einstaklega vönduð framleiðsla og tæknileg og þær nýjungar sem Profile hafa komið með eru margar eins og rafbúnaðurinn Profile IWS sem hefur eftirlit með rafbúnaði bifreiðar og stýrir stórum hluta þess eftir fyrirfram forrituðm skipunum. Nokkrir slökkvibifreiðaframleiðendur hafa tekið þetta upp. Eins er með innréttingar í bifreiðunum. Sumir framleiðendur hafa fengið hugmyndir þaðan.
Lesa meira

Trelleborg sýndi nokkrar gerði eiturefnafatnaðar.

RAUÐI HANINN 2005 Trelleborg sýndi nokkrar gerði eiturefnafatnaðar. Fyrir sýninguna var svokallaður Trelleborgar fundur og voru þar kynntar nýjungar bæði varðandi eiturefnabúninga og tjöld. Trelleborg er nokkuð stórt fyrirtæki sem framleiðir ýmsan varning þar á meðal dekk ofl. Trelleborg fann um tjaldið sem haldið er uppi af loftsúlum og kynnti nú algjöra nýjung þar sem súlur eru að utan. Önnur lokun milli tjalda, mun þéttari og líkja má tjaldi við stóran eiturefnabúning . Sjáið bækling.
Lesa meira

Res-Q-Jack björgunarstoðirnar voru sýndar

RAUÐI HANINN 2005 Res-Q-Jack björgunarstoðirnar voru sýndar í bás Lancer björgunartækjaframleiðandans. Þeir ætla að markaðssetja Res-Q-Jack á meginlandinu og verða þær þá rauðar á lit en þær sem við höfum flutt inn eru gular og verða svo áfram þar sem kaupum þær beint frá framleiðanda.
Lesa meira

Ramfan blásara bæði reykblásara og yfirþrýstingsblásara

RAUÐI HANINN 2005 Við höfum í nokkur ár flutt inn og selt Ramfan blásara bæði reykblásara og yfirþrýstingsblásara. Ramfan var með sýningarbás og hafa þeir komið upp lager í Evrópu sem við pöntum nú frá. Það var tiltölulega stuttur afgreiðslufrestur en ætti að styttast enn frekar. Ramfan framleiðir blásara fyrir allmarga sem selja síðan undir sínu nafni. Það sést auðveldlega hvaðan hver blásari er upprunalega. Verð hefur ávallt verið hagstæðast á Ramfan blásurum.
Lesa meira

Akron Brass voru með þó nokkrar nýjungar á sýningunni

RAUÐI HANINN 2005 Akron Brass voru með þó nokkrar nýjungar á sýningunni. Þeir framleiða úðastúta, úðabyssur, loka og ýmislegt annað en eiga jafnframt önnur fyrirtæki sem framleiða ýmsan annan búnað fyrir slökkvilið og björgunarsveitir eins og ljóskastara, verkfæri, axir, krókstjaka ofl.
Lesa meira

Scott Health and Safety sýndi evrópskar útfærslur á Scott tækjunum

RAUÐI HANINN 2005 Scott Health and Safety sýndi evrópskar útfærslur á Scott tækjunum en Scott er nú í eigu Tyco sem á einnig Sabre Com frameiðanda Sabre reykköfunartækja. Evrópska útfærslan sem fylgir EN staðli er sambland af Scott og Sabre m.a. er maski frá Sabre. Í boði eru nokkrar gerðir eins og AirPack Fifty sem við þekkjum vel, Propack, Contour, Iris með Sabre maska og innbyggðu fjarskiptakerfi. Fjarskiptakefið er frábrugðið fjarskipakerfum hjá öðrum framleiðendum þar sem setja þarf upp endurvarp en Scott notar hverja stöð sem endurvarp þannig að hver sá sem er með stöð er endurvarp um leið.
Lesa meira

Slökkvitækjaframleiðendur sem við eigum samskipti við voru á sýningunni

RAUÐI HANINN 2005 Allir þeir slökkvitækjaframleiðendur sem við eigum samskipti við voru á sýningunni. Feuershutz Jockel sýndu allar gerðir slökkvitækja sem þeir framleiða. Nokkuð var um nýjungar en spurning hvað við getum boðið af þeim hérlendis vegna mikillar verðsamkeppni þar sem samanburður liggur ekki í slökkvieiningum og öðrum gæðum tækjanna. En við munum innan skamms koma með á markaðinn einstaklega ódýrt 6 kg. ABC dufttæki með mæli og 1s og 2ja kg. ABS slökkvitæki með mæli í bílfestingu á all verulega betra verði en það sem við bjóðum í dag. Tækin verða með íslenskum leiðbeiningum og mjög vönduð. 1s og 2ja kg. tækin verða með sama slökkvimátt og þau tæki sem við bjóðum í dag.
Lesa meira

Homatro bera höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur björgunartækja

RAUÐI HANINN 2005 Holmatro sýndi og sannaði enn einu sinni að þeir bera höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur björgunartækja.
Lesa meira