Innnes

Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis fá Tohatsu dælu

Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis fengu í dag Tohatsu dælu ásamt 4" 2,5 m. löngum börkum og sigti m/loka. Þessi gerð er sú afkastamesta í röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 94 kg.
Lesa meira

Heimsókn slökkvistjóra

Í dag fengum við heimsókn slökkvistjóra ásamt fulltrúum Brunamálastofnunar til okkar. Það er alltaf jafn ánægjulegt að fá tækifæri til að hitta viðskiptavini og eiga spjall saman.  
Lesa meira

Ný gerð hlífðarhjálma á góðu verði.

Við bjóðum nú frá Sicor SpA VRF 2000 hlífðarhjálminn sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur í Evrópu.
Lesa meira

Gengisfelling- gengisfelling - gengisfelling

Vegna gengisfellingar gærdagsins og annarra sambærilegra gengisfellinga undanfarnar vikur eru verð sem uppgefin hér á síðunni ekki lengur í gildi. Unnið verður að verðbreytingum á næstunni og þær settar inn eftir því sem tími vinnst til.
Lesa meira

Formleg afhending á slökkvibifreið

Á föstudag fór fram formleg afhending á slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Langanesbyggðar og Flugstoðir á Þórshöfn.
Lesa meira

ISS slökkvibifreiðar á Scania undirvögnum

Til gamans setjum við hér tvær myndir af ISS slökkvibifreiðum sem byggðar voru fyrir slökkvilið í Eistlandi og í Danmörku af samstarfsaðila okkar í Póllandi Wawrzaszek.
Lesa meira

Á laugardag var kynning og kennsla á slökkvibifreið

Á laugardag var kynning og kennsla á slökkvibifreið Borgarbyggðar en bifreiðin er nú fullbúin. Öllum búnaði hefur verið haganlega fyrir komið eins og sjá má á myndunum.
Lesa meira

Þessi slökkvibifreið er til sölu og afhendingar núna

Rosenbauer ES-System TLF20/40 slökkvibifreið á MAN 14.28 4x4 undirvagni, sjálfskiptur með 280 hestafla vél er til sölu og afhendingar núna. Bifreiðin er af árgerð 2006 og ekin 2.500 km. Myndir voru að berast.
Lesa meira

Nú spyrjum við hvort við eigum að kaupa brunaslöngur

frá Kína ???? Við eigum samstarf við fyrirtæki sem framleiðir brunaslöngur eins og þær sem við höfum flutt inn í áratugi frá Evrópu. Hráefnið þ.e gúmmíið í slöngurnar er frá Noregi og vefstólar sen slöngurnar eru ofnar í einnig. Og verðið er í kringum 30 til 60% lægra en við eigum við að búast.
Lesa meira

Sveitarfélög, fjármálastofnanir og tryggingarfélög afhenda eldvarnabúnað

Undanfarið hafa nokkur sveitarfélög ásamt fjármálastofnunum og Tryggingarmiðstöðinni afhent að gjöf  eldvarnabúnað til íbúa og viðskiptavina að gjöf.
Lesa meira