Í dag sóttum við Borgarbyggðarbifreiðina sem komin er til landsins. Hún stendur hér fyrir utan hjá okkur ef áhugi er fyrir hendi að
skoða. Fer í skráningu og vigtun á morgun.
Innan skamms munum við verða með brunaslönguhjól og skápa á frábæru verði. Mun betra verði en við höfum hingað til geta
boðið en þessi slönguhjól og skápar eru frá Póllandi.
Í vikunni komu gámarnir til SHS og eru þeir sem komið er á slökkvistöðinni í Hafnarfirði. Margir hafa komið og
skoðað og er hér enn eitt dæmið um frábæra smíði, hönnun og þjónustu frá Wiss Wawrzaszek í Póllandi.
Undanfarna daga hefur farið fram kynning á Pensi sjúkrabörum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og
Brunavörnum Suðurnesja. Rauði kross Íslands hefur fest kaup á tveimur börum ásamt sleðum sem setja á í tvær
sjúkrabifreiðar til reynslu
Fyrir stuttu fengu Brunavarnir Borgarbyggðar nýja slökkvibifreið til umsjónar og reksturs sem staðsett verður á Hvanneyri. Í bifreiðina
þurfti að setja ýmsan búnað.
Í síðustu viku og fyrir um hálfum mánuði fengum við slökkviliðsmenn úr Álverinu í Straumsvík í heimsókn
í tilefni af útskrift þeirra af námskeiði hjá Brunavörnum Suðurnesja.