Innnes

Búnaður í slökkvibifreið Borgarbyggðar

Við erum þessa dagana að safna saman búnaði frá ýmsum birgjum í slökkvibifreið Borgarbyggðar en hún verður vel búin af nýjum búnaði. Vegna veðurs þurfum við að bíða fram í næstu viku með loka kennslu í notkun bifreiðarinnar.
Lesa meira

Ningbo slökkvitækin komin ótrúlegt verð !!!!

Við fengum inn í gær gám af slökkvitækjum sem við ætlum í jólasöluna. Viðtökur hafa verið góðar og strax erum við búnir að afgreiða til viðskiptavina okkar nokkur bretti og við biðjum þá sem áhuga hafa á að hafa samband sem fyrst. 
Lesa meira

SHS fær Rosenbauer Fox III brunadælur

Í dag mun Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fá Rosenbauer Fox III brunadælur en þetta eru fyrstu dælurnar af þessari kynslóð hér á landi.
Lesa meira

Borgarbyggðarbifreiðin farin í Borgarnes

Í dag í þessu leiðindaveðri sótti Bjarni slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar bifreiðina og ók henni upp í Borgarnes.  Í hvert skipti sem ný bifreið kemur hingað sjáum við breytingar og framfarir.
Lesa meira

Slökkvilið Fjallabyggðar fær Tohatsu dælu

Undir lok vikunnar mun Slökkvilið Fjallabyggðar fá Tohatsu VC72AS brunadælu sem afkastar 1.300 l/mín við 8 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 85 kg.
Lesa meira

Orkuveita Reykjavíkur fær Tohatsu dælu

Orkuveita Reykjavíkur fær í þessari viku Tohatsu dælu til staðsetningar á Nesjavöllum. Þessi gerð er sú afkastamesta í röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 94 kg.
Lesa meira

Borgarbyggðarbifreiðin komin

Í dag sóttum við Borgarbyggðarbifreiðina sem komin er til landsins. Hún stendur hér fyrir utan hjá okkur ef áhugi er fyrir hendi að skoða. Fer í skráningu og vigtun á morgun.
Lesa meira

Nýjar gerðir af brunaslönguhjólum á frábæru verði

Innan skamms munum við verða með brunaslönguhjól og skápa á frábæru verði. Mun betra verði en við höfum hingað til geta boðið en þessi slönguhjól og skápar eru frá Póllandi.
Lesa meira

Nýjar gerðir af reykkafarahettum

Um áratuga skeið höfum við keypt frá Fire Brigade í Bandaríkjunum reykkafarahettur bæði úr Nomex Lenzing efnum og PBI efnum.
Lesa meira

Gámarnir komnir til SHS

Í vikunni komu gámarnir til SHS og eru þeir sem komið er á slökkvistöðinni í Hafnarfirði. Margir hafa komið og skoðað og er hér enn eitt dæmið um frábæra smíði, hönnun og þjónustu frá Wiss Wawrzaszek í Póllandi.
Lesa meira