Innnes

Guardman 42 mm. handlínur

Nú undanfarin ár hefur aukist verulega sala á 42mm Guardman (gulum) brunaslöngum sem notaðar eru í stað 38 mm (1 1/2") rauðra brunaslangna. Guardman er nýtt nafn á Armtex brunaslöngum og eru framleiddar í Noregi af Mandals AS (sem áður hét Mandal Reberbane AS). Slöngurnar eru gúmmíhúðaðar að utan sem innan en ekki klæddar plastfilmu eins og aðrir framleiðendur bjóða. Ending slíkra slangna er ekki sambærileg.
Lesa meira

Nýverið var afhent Panther slökkvibifreið á Kastrupflugvöll

Fyrir stuttu var afhent slökkvibifreið af Rosenbauer Panther 6 x 6 gerð til slökkviliðsins á Kastrup flugvelli. Þetta er fyrsta bifreiðin af þremur sem þeir eiga að fá.    
Lesa meira

Scott Propak reykköfunartæki til Flugstoða

Flugstoðir hafa nú fengið Scott Propak reykköfunartæki í eina af flugvallabifreiðum sínum.
Lesa meira

Aðgengi að Rosenbauer varahlutalistum

Rosenbauer hefur sett velflesta varahlutalista á heimasíðu sína  yfir m.a brunadælur og stærri tæki.
Lesa meira

Slökkvilið Hornafjarðar fær beltistöskur

Fyrr í mánuðnum fékk Slökkvilið Hornafjarðar beltistöskur með búnaði og einnig Leathermann hnífa fyrir sína slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.
Lesa meira

Slökkvilið Akureyrar velur Wenaas eldfatnað eins og svo margir

Slökkvilið Akureyrar hefur eins og svo mörg slökkvilið bæði atvinnulið og sjálfboðalið hérlendis valið Wenaas eldfatnað í Pbi Kelvar efnum og einnig í Nomex efnum.
Lesa meira

Slökkvilið Húnaþings vestra fær Holmatro Core björgunartæki

Í síðustu viku fékk Slökvilið Húnaþings vestra á Hvammstanga Holmatro Core björgunartækjasett. Settið samanstendur af Holmatro björgunartækjum af 4000 gerðinni í Core kerfinu.  Nýjar klippur af stærstu gerð, glennara, tjakk og dælur tvær af PPU 15 gerðinni ásamt nauðsynlegum slöngum.
Lesa meira

Slökkvilið Fjarðabyggðar og Fjarðaál velja Wenaas eldfatnað

Undanfarið höfum við afhent til Slökkviliðs Fjarðabyggðar og Alcoa Fjarðaáls Wenaas Pbi Kelvar hlífðarfatnað af sömu gerð og m.a. SHS notar. 
Lesa meira

BB-CBC Greinistykki ????

Undanfarin ár hafa nokkur slökkvilið fengið frá okkur BB-CBC greinistykki til að geta lagt burðarlagnir með tveimur 2 1/2" eða 3" til tryggingar eða fyrir meiri vatnsflutning.
Lesa meira

Stjörnugolf til styrktar SKB

Nú í síðustu viku var Stjörnugolf haldið en það var að þessu sinni til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Tveir áhugamenn þeir Ágúst Guðmundsson og Björgvin Vilhjálmsson standa fyrir Stjörnugolfi og hafa fengið til stuðnings fjölda fyrirtækja og einstaklinga.
Lesa meira