Í ágúst og það sem af er september höfum við hlaðið og framleitt Anolit úr \"gömlu dömunni\" við Reykjanesbraut fyrir verktaka sem er þar að störfum við byggingu vegarins til Reykjavíkur.
Við erum komnir með AnB framleiðslubifreið til Reykjavíkur sem sinnt getur framleiðslu á Anoliti annað hvort í viðurkennda sekki eða hlaðið beint í borholu.
Við höfum bætt við upplýsingum á síðuna okkar en heimsóknir hafa verið talsverðar og við finnum á viðskiptavinum okkar að
þetta er að koma sér vel.
Efst á síðunni núna er kominn vörulisti (sænskur) en í honum eru flýtihnappar og á hann að auðvelda viðskiptavinum aðgengi
að upplýsingum um þau sprengiefni og fylgihluti sem við getum boðið.