Holmatro kynnti nýtt Combi tæki (bæði glenna og klippur), sem býður upp á mikið afl og glennubil miðað við stærð og þyngd tækisins. Hámarks afköst miðað við þyngd.
AVD er byltingarkennt slökkviefni og er sérstaklega hannað fyrir litíum ion rafhlöðuelda. Það býður upp á verulega yfirburði bæði til að stjórna og slökkva eld í litíum rafhlöðum. Yfirburðir slökkvitækni AVD í samanburði við núverandi vörur gerir það að aðal slökkviefninu sem þú ættir að nota vegna litíum rafhlöðuelda.
Nýverið afhentum við Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fjórar nýjar slökkvibifreiðar. Í þessum bifreiðum er nokkuð um nýjan búnað sem ekki hefur verið í bifreiðum hérlendis.
Þar sem við erum að gera stóra pöntun til Holmatro á klippum, glennum, tjökkum og miklum aukabúnaði viljum við bjóða slökkviliðum og björgunarliðum landsins að nýta tækifærið og sérstakan afslátt frá Holmatro og hagstæðari flutning á stórri sendingu.
Holmatro kemur til Íslands með "Roadshow" 4.-7. nóvember n.k. þar sem hægt verður að prófa klippur, glennur og Combi tæki, sjá dagskrá og tímasetningu..