Tryggir Scott Propak viðskiptavinir


Á dögunum afgreiddum við frá okkur Scott kúta, maska og maskapoka til góðs Scott viðskiptavinar. Scott reykköfunartækin eru hjá slökkvi og björgunarliðum nánast um allt land. Tækin eru einföld, áreiðanleg og á tiltölulega góðu verði. Við höfum aðallega selt eina gerð Propak F en eigum á lager nokkur Propak F (2) reykköfunartæki á sérstöku tilboðsverði.

Scott Propak F (2) reykköfunartæki á einstöku tilboði, þ.e. þrjú sett af Scott Propak F (2) reykköfunartækjum með léttkútum ásamt þremur aukaléttkútum. Við höfum aðallega og nánast eingöngu selt Scott Propak F til slökkviliða en þetta er sem sagt ný kynslóð með breyttri bakplötu, tengingu á léttloftkút og hann er með mæli. Kútarnir eru 45 mín loftkútar.  Hægt verður að velja um tvær gerðir Vision 3  maska. Með gúmmí teygjum eða neti. Sjá frekari upplýsingar í bæklingi. 50% afsláttur frá verðlista.

Verðið sem við bjóðum fyrir tækið ásamt kút er kr. 184.660 án VSK. og fyrir aukaléttkút 45 mín m/mæli kr. 89.970 án VSK. Tækin eru eingöngu í boði öll saman, eingöngu til slökkviliða og er heildarverðið kr. 778.905 án VSK. Við erum sveigjanlegir í samningum.


Listaverð á þessari gerð er kr. 369.320 án VSK. og listaverðið á léttkútunum 45 mín m/mæli er kr. 149.950 án VSK.

 

Scott reykköfunartæki

 

Við biðjum því áhugasama að hafa samband og sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.