Sinuklöppurnar eru mættar til okkar og tilbúnar til afhendingar.


Nauðsynlegt er fyrir landeigendur og sumarbústaðaeigendur að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld í grónu landi. Hver sekúnda getur skipt máli ef eldur kemur upp. Eldklöppur og aðangur að garðslöngu er lágmarksútbúnaður.

sinuklöppur eldklöppurÞó nokkur skógræktarfélög hafa komið sér upp talsverðum fjölda af sinuklöppum og eins sumarhúsafélög og eigendur sumarhúsa.

Fyrir um sex árum varð mikil hreyfing á sölu á ýmsum búnaði til slökkvistarfa á eldum í lággróðri. Hér má lesa frétt frá árinu 2014 þar er verið að sýna hvernig hægt er að koma fyrir slíkum klöppum á sumarhús svo allir geti átt aðgengi að þeim til nota við slökkvistörf.

Við viljum vekja athygli á heimasíðunni www.grodureldar.is en þar má finna mikinn fróðleik um forvarnir, búnað til slökkvistarfa, flóttaáætlanir og skipulag.

Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.

 

 

Á norðurafli

Í Félagi húseiganda að Snæfoksstöðum er verið að setja upp "klöppustanda" Einstaklega vel að því staðið og standarnir falla vel inn í umhverfið. Sjálfboðaliðastarf og skemmtileg lausn.

Ánægðir með verkið