ROSENBAUER BRUNADÆLUR

ROSENBAUER BRUNADÆLUR. Austurrískar dælur og hér verður aðeins fjallað um N og NH dælur sem eru þær dælur sem eru í Rosenbauer slökkvibifreiðum hérlendis sem fluttar hafa verið inn af okkur. Að auki eru til R dælur en þær eru frá 1.600 l/mín við 10 bar (R120) til 7.000 l/mín við 10 bar. Þetta eru lágþrýstar dælur eins og N dælurnar en þær sem nefnast NH dælur eru eins þrepa lágþrýstar og þriggja þrepa háþrýstar dælur. Helstu gerðir eru NH20 (2.000 l/mín), NH30 (3.000 l/mín) og NH40 (4.000 l/mín). Afköst á háþrýsting eru 400 l/mín við 40 bar. Allar þessar gerðir eru í slökkvibifreiðum fluttum inn af okkur hérlendis. Þrepun dælanna gerir það að verkum að í dælingu á t.d. 8 bar þá sýnir háþrýstingur 4x hærri tölu þ.e. 32 bar. Á Rauða Hananum kom fram ein ný gerð í þessari línu og fleiri eiga eftir að koma. Sjá frétt.

|
NH dælur
Dælurnar eru í álhúsi en öxlar og hjól úr ryðfríu. Þéttingar viðhaldsfríar. Dælurnar eru hljóiðlátar og viðhaldslitlar. Möguleikar á nokkrum froðukerfum eins og Fix-Mix sem getur verið á háþrýsting eingöngu og lágþrýsting. Eins öðrum ýringarfroðukerfum.
NH20 Bæklingur
NH30 Bæklingur
NH40 Bæklingur
|

|
Dælurnar er í slökkvibifreiðar þ.e. bæði húsabruna slökkvibifreiðar og flugvallaslökkvibifreiðar |

|
Hér sést inn í brunadæluna sem er miðflóttaaflsdæla |

|
Hér sést sogdælan en hún er bæði sjálfvirk og handvirk. Þegar vatn er komið í dælu tekur V belti sogdæluna úr sambandi en setur inn aftur verði skortur á vatni.
Sjá sogkúrfu
|

|
Val er þó nokkuð í gírkössum þar sem fá má 17 mismunandi gírunarmöguleika. |
Dælukúrfa N20, N30, N40
Lágþrýstingur
Dælukúrfa NH20, NH30, NH40
Háþrýstingur
Efst á síðu