Rosenbauer eldfatnaður


Rosenbauer Fire Max 3 hlífðarfatnaðurRosenbauer hlífðarfatnaður er af þremur mismunandi gerðum. Fatnaðurinn er eins í sniði eftir því hvaða gerð er og eins eru vasar, kragar, rennilásar, franskir rennilásar, hankar, stroff, endurskyn og fleira er eins en efnið í fatnaðnum er mismunandi.

Fatnaðurinn er framleiddur samkvæmt nýjustu stöðlum EN469:2005+ A1:2006 ásamt viðbót B og EN1149-5:2008. Allar gerðirnar uppfylla Xf2, Xr2, Y2 og Z2 (sjá skýringu neðar á síðunni).

Stærðir eru frá 40 - 42, 44 - 46, 48 - 50, 52 - 54, 56 - 58, 60 - 62 og 64 - 66 í þremur lengdum B (164 til 172 sm.), B (164 til 172sm.) og D (180 til 188sm.)

fatnaðurinn er léttur rúm 3 kg. Mjög þægilegt að að vera í, þjáll og sniðið er gott.



Rosenbauer Fire Max 3 hlífðarfatnaður Ef smellt er á myndina má sjá bækling yfir allar gerðirnar

Fire Max 3 Nomex. Sú gerð er úr Nomex Tough 195 g/m3 (75% Nomex, 28% Kevlar, 2% Carbon). Vatnsvörn/öndunarvörn PTFE efni 105 g/m3 sem millilag. Fóður Aramid/Viscose gerfiefni 180 g/m3. Litir dökkblátt eða gulllitaðir.

Fire Max 3 PBI Matrix. Sú gerð er úr 37% PBI, 61% Paraaramid, 2% Belltron 205. Vatnsvörn/öndunarvörn PTFE efni 105 g/m3 sem millilag. Fóður Aramid/Viscose gerfiefni 180 g/m3. Litur gull gulur.

Fire Max 3 PBI - NEO. Sú gerð er úr 37% PBI, 61% Paraaramid, 2% Belltron 205 en að aukli er fjórða efnið X55 sem eykur endingu fatnaðarins, viðheldur útliti og eykur brunaþol. Vatnsvörn/öndunarvörn PTFE efni 105 g/m3 sem millilag. Fóður Aramid/Viscose gerfiefni 180 g/m3. Litur gull gulur og brúnn á öxlum, ermar, skálmar og við vasa.

Fire Max 3 sigbletiHægt er að fá jakkana af IRS gerð en þá er ísaumað í jakkann leið fyrir öryggisbelti sem kemur þá út á miðju brjósti. IRS jakkarnir fást af öllum gerðum.

Mjög góðar upplýsingar eru í bæklingnum um fatnaðinn, allar gerðir og útfærslur. T.d má nefna að kragi er hár og festur með frönskum rennilás að framan. Stroff er Nomex og með finguropi, Sterkur rennilás með tvöföldum yfirfaldi. Styrkingar á hnjám og olnbogum. Auka hitavörn á öxlum. Vasar fyrir allt það sem þarf til, hankar fyrir ljós og hanska.

Til skýringar þá er fatnaðurinn merktur með viðurkenningarnúmeri og svo fylgja undirflokkar sem gefa til kynna frekari upplýsingar um fatnaðinn t.d. hvort hann sé vatnsvarinn.

Hér eru skýringar á merkingum

Y: Vatnsvörn:
Y1 Þá er fatnaðurinn án vatnsvarnar eða svokölluð 1/2 vatnsvörn sem þýðir t.d. í kápu að ermar og axlir eru vatnsvarðar.
Y2 Þá er fatnaðurinn vatnsvarinn en það er ekki mælikvarði á að allur fatnaðurinn sé með vatnsvarnarlagi þ.e. 100%. Þegar velja skal fatnað þarf viðkomandi að spyrjast fyrir um hvers konar vatnsvörn er í fatnaðnum !!!

XF Eldvörn:
XF1 Fatnaðurinn ekki eldvarinn
XF2 Fatnaðurinn eldvarinn (eins og allur Rosenbauer fatnaður er)

XR Hitageislavörn:
XR1 Fatnaðurinn án hitageislavarnar
XR2 Fatnaðurinn hitageislavarninn (eins og allur Rosenbauer fatnaður er)

Z Sýruvörn:
Z1 Fatnaðurinn án sýruvarnar
Z2 Fatnaðurinn sýruvarninn (eins og allur Rosenbauer fatnaður er)

Rosenbauer Fire Max 3 hlífðarfatnaður

 

Rosenbauer Fire Max 3 hlífðarfatnaður