Lækkum verð á Storz tengjum, greini- og safnstykkjum, froðustútum, blöndurum og tilheyrandi


Lækkum verð á Storz tengjum, greini- og safnstykkjum, froðustútum, blöndurum og tilheyrandi. Við vorum að bæta við nýjum birgja í Storz tengjum, greinistykkjum, safnstykkjum, lyklum, froðustútum, blöndurum og tilheyrandi og höfum við lækkað verð á þessum búnaði

Fyrsta sendingin var að koma inn og í henni voru algengustu tengin, sogbarkar, greinistykki, safnstykki, froðustútar og úðastútar frá þessum nýja birgja Supon. Verð mjög hagstætt. Upplýsingamynd um framleiðsluna

Tengi og barkar

Við eigum á lager barka 3" í 3,0m lengdum, 4 1/2" í 2,5 og 3,0 m lengdum, 5" í 3,0 m. lengdum. Einnig eigum við greinistykki með hraðlokum, safnstykki, millifroðu og þungfroðustúta 200l., blandara 200 l. Við tókum ekki mikið magn af tengjum en fengum  3" slöngutengi, skrúfuð tengi 2 1/2", lok 2 1/2", 4" skrúfuð tengi og svo 1" slöngutengi. Þetta var svona prufupöntun. Við stefnum á að taka frá þeim allar stærðir í slöngutengjum og eins helstu stærðir í skrúfuðum tengjum kall eða kerlingu.

Ef þið hafið áhuga að panta eða frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.