Slökkvibifreiðar

Við höfum frá miðju ári 1990 boðið og selt slökkvibifreiðar. Fram til dagsins í dag, höfum við selt alls 56 slökkvi og björgunarbifreiðar byggðar hjá Rosenbauer (Egenes) AS í Flekkefjörð í Noregi, ISS-Wawrzaszek í Póllandi og Magirus í Þýskalandi. Stór hluti þess lausa búnaðar sem er í bifreiðunum er frá okkur. Einnig höfum við selt verðmætabjörgunar- gáma, slöngugáma og vatnstanka frá sömu aðilum. Sjáið frekari upplýsingar undir hnappnum slökkvibifreiðar til vinstri.

ISS-Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi byggir eftir evrópskum stöðlum og eru flestar bifreiðar byggðar eftir EN 1846-1 staðli. Sá búnaður sem er í bifreiðinum er evrópskur og af þeim gerðum sem vel eru þekktar hérlendis eins og t.d. Ruberg dælur (sænskar) sem eru m.a. í slökkvibifreiðum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Þórshöfn, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Egilsstöðum, Selfossi, Ísafirði, Ólafsvík, Borgarnesi, Sauðárkróki, Árnesi, Laugarvatni, Keflavík, Þorlákshöfn, Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Reykholti Biskupstungum.

ISS-Wawrzaszek er stærsti framleiðandi slökkvibifreiða í þessum hluta Evrópu. Framleiða allar gerðir slökkvibifreiða, körfubifreiða og eins gáma fyrir slökkvilið en ekki enn sem komið er stigabifreiðar. Fyrirtækið var stofnað 1988 og eru starfsmenn þess 400 talsins. Á ári hverju eru seldar um 350 til 600 bifreiðar og markaðurinn í Evrópu og svo Asíu. Skoðið bækling. Þar má sjá nokkrar bifreiðar sem eru hérlendis.

Magirus er með stærstu framleiðendum slökkvibifreiða og stigabifreiða í Evrópu. Framleiða allar gerðir slökkvibifreiða, stigabifreiða og eins gáma fyrir slökkvilið en ekki enn sem komið er stigabifreiðar. Fyrirtækið var stofnað 1864 og er hluti Iveco Group frá 2022 en áður CNH Industrial. Skoðið heimasíðu.

Hér koma svo myndir og teikningar af ýmsum gerðum slökkvibifreiða sem við höfum selt.

Magirus Stigabifreið 42 m. Magirus Iveco 42 ja. metra stigabifreið með armi og körfu. Gerð ML180E28 Allison sjálfskipting 4x2 18 tonna. 275 hestöfl. Hjólabil 5670mm.
Itturi flugvallabifreið

Iturri FLF 11900/1280/200 flugvallabifreið Bifreiðin er 670 hestöfl, sjálfskipt 6x6 af árgerð 2011. Godiva dæla afköst 6.010 l/mín. Vatnstankur 11.900 l. , froðutankur 1.660 l. Duft slökkvibúnaður 200 kg af Monnex dufti. Úðabyssa á þaki afkastar 5.025 l og úðabyssa á framstuðara afkastar 2.000 l/mín.

Wiss 1TLF500/130

TLF1500/130 Wiss Ford F550 440 hö 4x4 sjálfskiptur 6 gíra V8 Turbo tvöfalt 4ra dyra ökumannshús. 1.500 l. vatnstankur 130 l. froðutankur. 5 skápar.

TLF2100/100 slökkvibifreið

TLF2100/100 Wiss Ford F550 440 hö 4x4 sjálfskiptur 6 gíra V8 Turbo tvöfalt 4ra dyra ökumannshús. 2.100 l. vatnstankur 100 l. froðutankur. 5 skápar.

 

SHS slökkvibifreiðar

TLF3000/100/100 Wiss Scania 500.18 4x4 4.500
Tvöfalt ökumannshús 3.000l. vatnstankur 7 skápar.

RIV3000 4x2

RIV3000/180 Wiss Scania 450.18 4x2 4.500
Tvöfalt ökumannshús 3.000l. vatnstankur 7 skápar.

 

Brunavarnir Suðurnesja

TLF4000/100 Scania 410.18 4x2 4.500
Tvöfalt ökumannshús 4.000 l. vatnstankur 7 skápar

Slökkvilið Brunavarna Skagafjarðar

TLF4000/200 Scania 450.18 4x4 4.500
Tvöfalt ökumannshús 4.000 l. vatnstankur. 7 skápar.

Wiss slökkvibifreið

TLF4000/200 Scania 410.18 4x4 4.500
Tvöfalt ökumannshús 4.000 l. vatnstankur. 7 skápar.

Wiss Sprinter slökkvibifreið

MB Sprinter 4x4 sjálfskiptur 2+3 reykkafarar 300 l. vatnstankur. One Seven slökkvibúnaður. 4 skápar.

Brunavarnir Árnessýslu ISS-Wawrzaszek slökkvibifreið

TLF6000/200 Renault Kerax 420.19 4x4 4.100mm.
Einfalt ökumannshús 6.000 l. vatnstankur. 5 skápar.

Brunavarnir Skagafjarðar ISS-Wawrzaszek slökkvibifreið

TLF11000/200 Renault Kerax 420.27 6x6 3.850+1.350mm.
Einfalt ökumannshús 11.000 l. vatnstankur. 5 skápar.

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar ISS-Wawrzaszek slökkvibifreið

TLF4000/200 Renault Kerax 420.19 4x4 4.100mm.
Tvöfalt ökumannshús 4.000 l. vatnstankur. 7 skápar.

Slökkvilið Fjarðabyggðar Fáskrúðsfirði ISS-Wawrzaszek slökkvibifreið

TLF4000/200 Scania P420.19 4x4 4.300 mm.
Tvöfalt ökumannshús 4.000 l. vatnstankur. 7 skápar.

 

TLF4000/200 Renault Kerax 410.19 4x4 4.100mm.
Tvöfalt ökumannshús 4.000 l. vatnstankur. 5 skápar.


TLF4000/200 Renault Kerax 410.19 4x4 4.500mm.
Tvöfalt ökumannshús 4.000 l. vatnstankur. 7 skápar.
TLF3000/200 Renault Kerax 410.19 4x4 4.500mm.
Tvöfalt ökumannshús 3.000 l. vatnstankur. 7 skápar.

TLF5000/200 Renault Kerax 410.19 4x4 4.500mm.
Tvöfalt ökumannshús 5.000 l. vatnstankur. 5 skápar.

 

Renault Midlumi ISS-Wawrzaszek slökkvibifreið

TLF3500/150 Renault Midlum 280.14 4x4 3.335mm. Einfalt ökumannshús 3.500 l. vatnstankur. 7 skápar.

TLF3000/150 Renault Midlum 280.14 4x4 3.980mm. Tvöfalt ökumannshús 3.000 l. vatnstankur. 7 skápar. 

TLF1000/100 Renault Mascott 160.6 4x2 4.135mm. Tvöfalt ökumannshús 1.000 l. vatnstankur. 5 skápar.

Teikningar og upplýsingar um vagna fyrir lausar dælur, ýmsan búnað eða t.d. spilliefnaaðgerðir.

Myndir og upplýsingar um vatnstanka úr trefjaplasti á gámagrindum

 

Keflavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur
Isavia slökkvibifreið Isavia slökkvibifreiðarARFF 6000/400 Scania G450 4x4 CAFS
ARFF 10000/600 Scania G450 6x6 CAFS

 

 Vekjum athygli á að teikningar þessar eru eign ISS-Wawrzaszek og öll eftirprentun eða eftiröpun óleyfileg.

Egenes Brannteknikk AS (áður Rosenbauer AS) í Flekkefjörd í Noregi er samstarfsaðili Rosenbauer International í Leonding Linz Austurríki. Frá árinu 1992 hafa 25 slökkvibifreiðar verið byggðar af þessum framleiðanda fyrir Íslendinga. M.a. voru EBÍ útboðs slökkvibifreiðarnar byggðar þar. Sérhæfing er mikil og er framleiðslan á ári um 70 bifreiðar. Egenes Brannteknikk er umboðsaðili Metz stigabifreiða.

Stór hluti búnaðar í bifreiðum Egenes Brannteknikk eins og brunadælur, stýribúnaður, lokar, stútar ofl. er framleitt af Rosenbauer International. Ef búnaður og tæki eru ekki framleidd af Rosenbauer er um að ræða aðra þekkta framleiðendur.

Eins höfum við flutt inn slökkvibifreiðar beint frá Rosenbauer International í Leonding Linz Austurríki.og eru þær bifreiðar á Akureyri og Fjarðabyggð.

Ólafur Gíslason & Co hf. Eldvarnamiðstöðin er 100 ára gamalt fyrirtæki og höfum við sinnt þjónustu við slökkviliðin í landinu undanfarin 49 ár en innflutningi og þjónustu á vörum tengdum brunavörnum í meira en 80ár. Á síðastliðnum 33 árum höfum við flutt inn og selt nánast allar nýjar slökkvibifreiðar til landsins eða 56 bifreiðar og einnig tvær sjúkrabifreiðar.

Við teljum okkur búa yfir mikilli þekkingu á þessu svið og höfum valið til samstarfs áðurnefnda yfirbyggjendur. Það er að vel skoðuð máli en við höfum fylgst með þessum fyrirtækjum um nokkuð langt skeið. Við fullyrðum að verð er mjög hagstætt, gæði mikil og búnaður frá V-Evrópu og að auki þekktur hérlendis. Eins er byggt eftir þeim stöðlum sem við þekkjum. Við höfum einnig látið byggja bifreiðarnar eftir kröfum viðskiptavina og þeim kröfum sem gerðar eru hérlendis m.a. hvað varðar dælu frágang og lagnir.

Ólafur Gíslason & co. hf. Við höfum komið að endurbyggingu og breytingum á tveimur slökkvibifreiðum sem breytt var á þann hátt að þær mátti nota sem flugvallaslökkvibifreiðar á minni flugvelli. Við höfum selt slökkvibúnað á pallbifreiðar þ.e. háþrýstislökkvibúnað með vatnstanki og froðubúnaði. Við höfum unnið ýmis verkefni varðandi slökkvibúnað og slökkvistörf fyrir fyrirtæki og stofnanir svo sem fyrir, Alcan, Alcoa, Norðurál, Elkem, CCP, Flugmálastjórn, Isavia, Reykjavíkurhöfn, Orkuveituna, Olíudreifingu og Landhelgisgæsluna.